Chai mjólk/ krydduð mjólk

P1130015Ég fæ mér stundum chai latte á kaffihúsum og þykir rosalega gott. Um daginn ákvað ég að prófa að gera þetta heima.

Ég notaði undanrennu því hún freyðir vel og mér finnst hún góð. Það er náttúrulega engin skylda að freyða mjólkina og þið getið notað eins feita mjólk og ykkur sýnist. Líka möndlu/kókos eða hvernig mjólk sem ykkur dettur í hug. Bragðið verður sterkast ef þið notið undanrennuna, fita dregur úr kryddbragðinu. Drykkurinn er frekar sterkur eins og ég geri hann og einhverjir gætu viljað minnka kryddið, ég hef hins vegar ekki prófað að nota feitari mjólk en undanrennu og það gæti breytt kryddmagninu. Endilega prófið ykkur áfram.

Chai mjólk

1 bolli mjólk (ég nota undanrennu) 240 ml
1/2 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk vanilludropar
Örlítið múskat, hvítur pipar, kardimommur og negull
Sætuefni ef vill, ég set nokkra dropa af vanillu og kanil stevíu sem ég á, annars myndi ég setja hreina

Hitið mjólkina og hrærið kryddunum saman við. Þau munu setjast til svo það er gott að vera alltaf með skeið við höndina til að hræra upp í glasinu. Ég á eftir að prófa að setja mjólkina í blandara með kryddunum og sjá hvort það er betra. Endilega látið mig vita ef þið prófið það.

 

Leave a comment