Grjónagrautur með eplum

Ég bloggaði um daginn um súkkulaði og appelsínugrjónagraut. Þessi er aðeins hefðbundnari því það er kanill í honum. Þið afsakið að myndin er ekki sú fallegasta í heimi en grauturinn er góður þrátt fyrir það.

Svona morgunmat geri ég alltaf kvöldið áður og hita svo upp eða borða kaldan eftir því hvað mig langar í það og það skiptið.

1/2 dl brún grjón
1 dl eggjahvítur
2 dl vatn og svo meira eftir þörfum
1 dl mjólk/léttmjólk/undanrenna
Smá salt
1/2 epli
1-2 tsk kanill
Nokkrir dropar karamellustevía
1/4-1/2 tsk kókosolía
Eplamauk og nokkrar hnetur

Setjið grjón, eggjahvítur, vatn, salt, epli, kanil og stevíu saman í pott og sjóðið þar til grjóinin verða mjúk, a.m.k. hálftíma. Bætið mjólkinni og kókosolíunni út í og sjóðið aðeins áfram. Berið fram með meiri kanil, meiri mjólk, eplamauki (ef þið eigið svoleiðis) og hnetum. Olían er alls ekki nauðsynleg en hún gefur rosalega góða fyllingu og breytir grautnum talsvert til hins betra en hann er líka mjög góður án hennar.

WP_20140519_003

Leave a comment