Einfaldar gæsabringur og bakaðar ferskjur með gráðosti

P1120913

Ég hef ekki oft eldað gæsabringur. Það hafa ekki margir í kringum mig verið að veiða gæsir síðustu ár en í haust fékk ég nokkrar þannig ég er komin í smá æfingu við gæsaeldun núna. Þegar ég var lítil var ég ekki hrifin af gæs, ekki frekar en mörgu öðru svo sem. Það eins og margt annað hefur breyst eftir því sem maður verður eldri og kannski vitrari, alla vega finnst mér gæsakjöt algjört lostæti í dag.

Gæs er bragðmikið kjöt og mér finnst ekki þurfa að gera mikið við það. Þetta er þess vegna afar einföld uppskrift, frekar aðferð heldur en uppskrift.

Einfaldar gæsabringur

Gæsabringur
Lamb islandia krydd
Salt og pipar eftir smekk

P1120911

Bakið við 180°C í 8-12 mínútur. Takið út og látið standa í 10 mín c.a. Hitið slatta af smjöri á pönnu og steikið bringurnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Látið standa aftur í 5 mín. Kjötið verður ekki gegneldað svona, en það var líka ekki það sem ég var að sækjast eftir.

Við bárum bringurnar fram með bökuðum kartöflum og sósu sem ég skrifaði ekki niður uppskriftina af. Þetta appelsínugula á myndinni eru bakaðar ferskjur. Það var sko nammi með gæsinni.

Bakaðar ferskjur með gráðosti

Ferskjur úr dós, eða ferskar, athugið að þá lengist baksturstíminn
Smá mjólk eða rjómi
Gráðostur eftir smekk

Skerið ferskjurnar gróft og setjið í eldfast form. Hellið smá mjólk eða rjóma í formið og myljið gráðost yfir. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað eða ef þið eruð með ferskar ferkjur, þar til þær eru mjúkar í gegn.

P1120915

2 thoughts on “Einfaldar gæsabringur og bakaðar ferskjur með gráðosti

Leave a comment