BBQ lambarif/slög – Svínarif hvað?

P1130816

Ég er ekki búin að læra skilgreininguna á lambaslögum almennilega. Ég veit að þetta er hluti af rifjunum og er oft notað bara í rúllupylsu. Mér finnst þetta eiginlega besti og skemmtilegasti hlutinn af lambinu, svo mér dettur ekki í hug að nota þau í rúllupylsu.

Ég hafði aldrei hugsað slög eins og rif. Ég eeeeeellllllska svínarif. Svo hugsaði ég að þetta væri kannski ekki ósvipað. Þá var næst á dagskrá að elda lambaslög eins og svínarif. Þetta eru bestu slög sem ég hef eldað og í framtíðinni verða þau elduð með þessari aðferð. Hún er tímafrek en einföld, þ.e lítil fyrirhöfn og maður þarf ekki að standa yfir henni.

Hægelduð lambaslög

5 bitar slög
800 ml vatn
1/4-1/2 tsk tabasko sósa
1 tsk liquid smoke
1 tsk worhestershiresósa
1 skorinn laukur
Smá salt

Blandið saman sósum og smoke. Skerið lauk og setjið í eldfast mót eða steikarpott. Leggið slögin í mótið og smyrjið með sósunum og dreifið salti yfir. Bakið í  2 tíma á 160°C í lokuðu móti eða steikarpott. Takið pottinn úr ofninum og hækkið hitan í 180°C. Vökvinn ætti að vera að mestu gufaður upp núna. Ef ekki skulu þið hella honum að mestu af, það má vera smá bleyta. Ég notaði hann síðar sem súpugrunn. Smyrjið slögin með bbq sósu eftir smekk. Ég nennti ekki að búa til mína eigin í þetta skipti og notaði bara einhverja úr ísskápnum. Já ég á úrval af bbq sósum, þær eru áhugamál eins og sinnep og súkkulaði. Bakið slögin áfram í 30-60 mínútur og snúið þeim reglulega. Ekki láta þau brenna.

Berið fram með meiri bbq sósu ef þið viljið og meðlæti að smekk, t.d. frönskum og hrásalati.

P1130818

One thought on “BBQ lambarif/slög – Svínarif hvað?

Leave a comment