Rommkúluís

p1140108Mamma ætti að fá fálkaorðuna fyrir að láta sér detta í hug að gera rommkúluís núna um jólin.

Svo góður er þessi ís. Ég hef ekki hætt að hugsa um hann síðan á jóladag og á bóndadaginn bjó ég hann til. Með piparmyntusúkkulaðisósu því bóndinn elskar hana. Ég vissi að hann væri líka hrifinn af rommkúluísnum, sem betur fer, mig vantaði sárlega tilefni til að gera hann.

Ég held þetta verði uppáhalds ísinn minn héðan í frá og það þurfi að gera hann við öll hátíðleg tilefni. Fyrst hugsaði ég að ég myndi bara vilja búa til rommkúluís héðan í frá, en sumt á maður bara að borða á hátíðum, svo það haldist hátíðlegt. Kannski ég haldi þessum ís þar. Kannski. Það þarf varla að taka fram að þessi ís er bara fyrir ykkur ef þið fílið rommkúlur. Sem ég geri augljóslega.

Rommkúluís
Grunnuppskrift að ís sjá hér. Ég notaði rjóma í þetta skiptið en ekki kaffirjóma. Og auðvitað ekki tyrkis pebber eða súkkulaði heldur bara:
Fullt af rommkúlum, heill stór pakki í eina uppskrift. Saxaðar, hver kúla í c.a 3-4 bita. Nú eða eftir smekk.

Hrærið rommkúlunum út í ísinn áður en hann fer í frysti eða er borinn fram. Fer eftir því hvort þið notið ísvél eða ekki. Alls ekki spara rommkúlurnar, alls alls ekki.

Piparmyntusósan var ofur einföld. Einfaldlega pipp með piparmyntu (heitir víst pralín með piparmyntu núna) og smá rjómi brætt saman.

p1140110

Leave a comment